Það er mikið tónlistarfólk sem mætir til leiks hér í Hljómboxinu í dag. Vinirnir Jakob og Baldur Hrafn eru saman í hljómsveit, spila á saxófón og trommur og feður þeirra eru líka báðir atvinnutónlistarmenn. Það verður því fróðlegt að vita hvort þeir þekki tónlist afturábak - og áfram, í skrítnum útsetningum eða lögin sem sturtusöngvarinn syngur af mikilli innlifun.
Keppendur:
Jakob Magnússon (Eplakjarninn)
Magnús Ragnarsson (Eplakjarninn)
Baldur Hrafn Einarsson (Vindhviðan)
Einar Jónsson (Vindhviðan)
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Leikarar og sturtusöngvarar: Rúnar Freyr Gíslason, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Karl Pálsson
Hljóðvinnsla: Georg Magnússon