Það var nú svo að umsjónarmaður, Arnar Eggert, fór ásamt vösku teymi sínu til eyjanna átján eða Færeyja fyrir stuttu. Nam hann þar nýjustu strauma og stefnur í tónlistarlífi þessarar frændþjóðar vorrar. Stúlkur eiga þar góða spretti, og er umgjörðin í senn blíð og melankólísk. Einnig voru leiknar eldri hetjur, svona upp á samhengið, og áttu Frændur, Hanus og Enekk þar innslög.