Stefnumót

Fjósakona fer út í heim


Listen Later

Sigþrúður Gunnarsdóttir bókmenntafræðingur og ritstjóri og Anna Jónsdóttir frá Moldnúpi, rithöfundur, ferðalangur, vefari og verkakona. Umsjón: Margrét Blöndal. "Ef Guð ætlar að láta mann lifa verður hann að leggja manni eitthvað til" voru einkunnarorð Önnu frá Moldnúpi og með þau á vör ferðaðist hún vítt og breytt um Evprópu og N-Ameríku. Gjarnan á íslenskum búningi og aldrei með mikinn farareyri. Anna Jónsdóttir frá Moldnúpi var líklega víðförlasti Íslendingur sinnar samtíðar. Hún fæddist undir Eyjafjöllunum árið 1901og kenndi sig ævinlega við bæinn sinn Moldnúp. Hún skrifaði ferðabækur sem hún gaf út á eigin kostnað og eru bækunar Fjósakona fer út í heim og Fjósakona í París þeirra þekktastar. Hún vann ýmsa verkamannavinnu auk þess sem hún stundaði listvefnað og þannig fjármagnaði hún ferðalögin og útgáfuna en hún var líka þekkt fyrir einstaka útstjónasemi þegar kom að peningamálunum. Sigþrúður heillaðist af frásagnarstíl Önnu og skrifaði BA ritgerðina sína um verk hennar. Einnig heyrist lýsing Eyju Þóru Einarsdóttur hótelstjóra á ferðalagi sem hún fór í - fermingarárið sitt með frænku sinni Önnu Jónsdóttur frá Moldnúpi. Lestur úr bókum Önnu: Sigrún Edda Björnsdóttir ( upptaka úr þættinum Út vil ek. Umsjón:Jórunn Sigurðardóttir)
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

StefnumótBy RÚV