Handboltinn okkar

Flottur sigur ÍBV fyrir norðan - Valur sigraði Reykjavíkurslaginn


Listen Later

Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar gáfu frá sér sinn 58.þátt í dag en umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange og Gestur Guðrúnarson.  Í þættinum í dag fóru þeir yfir leikina í undanúrslitunum í Olísdeild kvenna sem fram fóru í gær.  Þeir félagar hrósuðu Sigga Braga þjálfara ÍBV fyrir að hafa undirbúið sitt lið gríðarlega vel undir leikinn gegn KA/Þór en að sama skapi lýsu þeir furðu sinni á því að virtist sem að það kæmi norðanstúlkum á óvart að Rut Jónsdóttir væri klippt út. Þá hrósuðu þeir einnig stuðningsmönnum ÍBV en þeir fylltu heila vél til þess að fylgja sínu liði og það munaði um minna í þessum leik.  Þá voru þeir ánægðir með leik Valsstúlkna gegn Fram og þeir eru á því að Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals sé kominn með sitt lið á réttan stað og þær séu til alls líklegar í þessari úrslitakeppni en að sama skapi lýstu þeir yfir vonbrigðum með hægri vængin hjá Fram en þær Hildur Þorgeirsdótir og Lena Valdimarsdóttir hreinlega sáust ekki í leiknum.

Þá völdu þeir BK leikmenn þessara leikja en það voru þær Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hjá ÍBV og Thea Imani Sturludóttir hjá Val.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Handboltinn okkarBy Handboltinn okkar