Guðbrandur, eða Bubbi eins og hann er kallaður hefur sannarlega upplifað meira en flestir á sinni ævi. Í þættinum förum við yfir æskuna í Keflavík, fíknina, meðferðina, krefjandi starf í útlöndum og svo pólitíkina á Íslandi - Já og svo að hafa eignast tvö sett af tvíburum með skömmu millibili, geri aðrir betur!