Í þættinum er fjallað um ótrúlegan feril Iron Mike Tyson, sem varð yngsti maðurinn í sögunni til að verða heimsmeistari í þungavigt aðeins 20 ára gamall. Ferill Tysons bauð upp á ótrúlegar hæðir en líka miklar og djúpar lægðir. Hann var um tíma ósigrandi og ekkert virtist geta stöðvað hann, nema hann sjálfur. Mike Tyson hefur alltaf vakið athygli, hann er óútreiknanlegur og hrár í gegn, það fær fólk til að bæði dást af honum og hata í senn. Þetta er þáttur sem enginn aðdáandi Mike Tyson, hnefaleika og íþrótta almennt, má láta framhjá sér fara.