Skjöldur Sigurjónsson, stórkaupmaður frá Asparfelli, er einn af athafnamönnum Íslands og rekur sem kunnugt er Ölstofuna og Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar. Farsæl uppbygging vörumerkis um áratugaskeið er ekki sjálfgefinn veruleiki í íslenskri smásölu - en næmni þeirra vinanna fyrir fólki, vörum, þjónustu, markaðssetningu og rekstri er lærdómur fyrir okkur öll. Er vöxtur verslunarinnar og væntanlegur útflutningu á íslensku tweedi byggð á heppni? Eða liggur að baki ítarleg greiningarvinna á niche markaði og vönduð stefnumótunarvinna um concept og hönnun. Hvar liggja töfrarnir í rekstri Kormáks og Skjaldar?