Gullkastið

Gullkastið – Frábær Jól og Gleðilegt nýtt Liverpool ár


Listen Later

Liverpool er búið að spila fjóra leiki um jól og áramót, sigur í einum þeirra gegn Southampton í deildarbikar og slátrun í hinum þremur. Fjórtán mörk í þremur deildarleikjum og þar af ellefu í London. Geggjaður endur á árinu og við hæfi að henda í smá uppgjör. Leikmannaglugginn opnar á miðvikdaginn og Liverpool fær Man Utd í heimsókn á sunnudaginn.

Ögurverk liðið er á sínum stað og sem og fagmaður vikunnar í boði Húsasmiðjunnar.

Við félagarnir á Kop.is viljum annars nota tækifærið og þakka lesendum, hlustendum og ferðafélögum síðunnar kærlega fyrir árið 2024. Þetta var miklu betra ár en við kannski þorðum að vona í ljósi þess að það byrjaði á því að Klopp tilkynnti að hann ætlaði að hætta eftir tímabilið og næsta ár sannarlega spennandi.

Stjórnandi: Einar Matthías

Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 502

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

GullkastiðBy Kop.is