Gullkastið

Gullkastið – Hvað gerir Liverpool á leikmannamarkaðnum?


Listen Later

Allar helstu fréttir vikunnar benda til að Trent sé við það að skrifa undir hjá Real Madríd og fari þangað á frjálsri sölu. Afskaplega leiðinlegur viðskilnaður hjá uppöldum leikmanni og lykilmanni í algjöru toppliði.

Óháð framtíð Trent er ljóst að Liverpool þarf að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar og tókum við púlsinn á því hvaða leikmenn eru líklegir til að fara og hvað er í boði í staðin í hverri stöðu.

Ögurverk liðið er á sínum stað og þrenna að þessu sinni.

Deildin fer svo aftur af stað í næstu viku og spilar Liverpool við Everton á miðvikudaginn og Fulham um helgina.

Stjórnandi: Einar Matthías

Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

MP3: Þáttur 514

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

GullkastiðBy Kop.is