Gullkastið

Gullkastið – Salah að kveðja?


Listen Later

Mo Salah tók því heldur betur ekki þegjandi að vera settur á bekkinn í heila viku og í kjölfarið á eldfimu viðtali eftir leik helgarinnar er raunverulegur möguleiki á að hann hafi nú þegar spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool. Svo innilega alls ekki það sem félagið vantaði ofan á allt annað akkúrat núna.

Uppreisn Salah gæti mögulega tekið aðeins hitann af Arne Slot því félagið virðist enn sem komið er ætla að halda tryggð við Slot og spurning hvernig skilaboð það væri til lengri tíma að reka stjórann til að friða súperstjörnu.

Fjarvera Salah í útileik gegn Inter Milan einfaldar verkefnið alls ekki og hópurinn orðin ansi þunnur. Endilega rennið yfir frábæra upphitun Ívars fyrir leikinn annað kvöld gegn Inter

Eins og við ræddum í þættinum stendur til að vera með gjafaleik í samstarfi við Happatreyjur.is. Við setjum færslu inn í fyrramálið um þann leik sem og á facebook.

Stjórnandi: Einar Matthías

Viðmælendur: Maggi og SSteinn

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti:

Gull Áfengislaus / Verdi Travel / Delottie / Ögurverk ehf / Happatreyjur.is

MP3: Þáttur 547

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

GullkastiðBy Kop.is