Lestin

Gullslegnir útlagar, DJ Shadow, listamenn í forsetaframboði

04.29.2024 - By RÚVPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Listafólkið Snorri Ásmundsson og Elísabet Jökulsdóttir eiga það sameiginlegt að hafa boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Snorri árið 2004 og Elísabet árið 2016. Elísabet stofnaði Mæðraveldi og fór á puttanum að safna undirskriftum, Snorri lenti í fjölmiðlaskandal sem sneri að fortíð hans. Að gefnu tilefni rifjum við upp framboðstímana.

Davíð Roach Gunnarsson, tónlistargagnrýnandi Lestarinnar, fjallar um bandaríska plötusnúðinn DJ Shadow, sem hefur boðað komu sína hingað til lands í sumar.

Útlagar eftir Einar Jónsson þykir brautryðjendaverk í íslenskri höggmyndasögu. Verkið hefur staðið við Hólavallakirkjugarð, á horni Hringbrautar og Suðurgötu, í um sextíu ár. Í síðustu viku var styttan spreyuð með gullhúð. Við ræddum málið við Jón Proppé, listheimspeking og gagnrýnanda.

More episodes from Lestin