
Sign up to save your podcasts
Or


þessu sinni fóru þeir yfir allt það sem gerðist í 12.umferð í Olísdeild karla. Þeir félagar fögnuðu því að Björgvin Páll Gústavsson sýndi sitt rétta andlit sem besti markvörður deildarinnar sem og að Adam Haukur Bamruk sé fundinn. Þá fannst þeim pillan sem Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfyssinga sendi HSÍ ekki halda vatni þar sem það voru formenn félaganna sem ákváðu hvernig mótahaldið yrði eftir að keppni var leyfð á ný. Félagarnir fóru svo yfir það að Tumi Steinn hefði með frammistöðu sinni veitt Snorra Steini þjálfara Valsliðsins ákveðnum hausverk þar sem hann sýndi að hann gerir tilkall til meiri spilatíma með liðinu. Að endingu gengu þeir svo langt að tilkynna um það að Þór Akureyri og ÍR væru fallin niður í Grill66 deild karla.
Þá fóru þeir að lokum yfir nokkra slúðurmola þar sem að heyrst hefur að ÍBV sé í viðræðum við þá Gunnar Stein Jónsson og Aron Rafn Eiðsson og eins hefur heyrst að Ólafur Guðmundsson sé á heimleið og sé í viðræðum við KA.
By Handboltinn okkarþessu sinni fóru þeir yfir allt það sem gerðist í 12.umferð í Olísdeild karla. Þeir félagar fögnuðu því að Björgvin Páll Gústavsson sýndi sitt rétta andlit sem besti markvörður deildarinnar sem og að Adam Haukur Bamruk sé fundinn. Þá fannst þeim pillan sem Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfyssinga sendi HSÍ ekki halda vatni þar sem það voru formenn félaganna sem ákváðu hvernig mótahaldið yrði eftir að keppni var leyfð á ný. Félagarnir fóru svo yfir það að Tumi Steinn hefði með frammistöðu sinni veitt Snorra Steini þjálfara Valsliðsins ákveðnum hausverk þar sem hann sýndi að hann gerir tilkall til meiri spilatíma með liðinu. Að endingu gengu þeir svo langt að tilkynna um það að Þór Akureyri og ÍR væru fallin niður í Grill66 deild karla.
Þá fóru þeir að lokum yfir nokkra slúðurmola þar sem að heyrst hefur að ÍBV sé í viðræðum við þá Gunnar Stein Jónsson og Aron Rafn Eiðsson og eins hefur heyrst að Ólafur Guðmundsson sé á heimleið og sé í viðræðum við KA.