Handboltinn okkar

Handboltinn okkar - Skandall í Grill66 deild karla -Kennitala Vængja Júpíters ekki til


Listen Later

Tilefnið af þessum aukaþætti var að þeim félögum barst það til eyrna að Vængir Júpíters sem eru í Grill66 deild karla eru ekki með gilda kennitölu og þar af leiðandi  eru þeir ekki með gilt keppisleyfi þar sem forsendur fyrir keppnisleyfi er að hafa gilda kennitölu.  Þeir félagar fóru á stúfanna og fengu Róbert Geir Gíslason framkvæmdarstjóra HSÍ í spjall þar sem hann tjáði þeim málið væri komið inná borð HSÍ og ÍSÍ þar sem menn væru að skoða þetta ofan í kjölinn. Róbert taldi líkur á að einhver mynd yrði komin á málið á morgun föstudag.  Þá heyrðu þeir í Braga Rúnari Axelssyni forsvarsmanni Harðar en Harðarmenn sendu í dag kæru vegna þessa mál til dómstóls HSÍ. Bragi sagði þeir fyrir vestan höfðu farið í það að afla sér upplýsinga um félagði Vængi Júpiters vegna yfirvofandi kæru í leik félagnna á dögunum og við þá eftigrenslan kom í ljós að kennitalan sem gefin var upp til skrifstofu HSÍ hefði verið afskráð þann 12.mars 2020.  Forsvarsmenn Vængja Júpíers þáðu ekki boð um viðtal þar sem þeir vildu skoða málið áður en þeir myndu tjá sig um það.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Handboltinn okkarBy Handboltinn okkar