Handboltinn okkar

Haukar halda yfirburðum áfram - Fer Víkingur upp?


Listen Later

Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar gáfu frá sér sinn 59.þátt í dag en umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange, Gestur Guðrúnarson og Arnar Gunnarsson.  Í þættinum í dag fóru þeir yfir leikina í 21.umferð í Olísdeild karla.  Þar héldu Haukar uppteknum hætti og rúlluðu yfir andstæðing sinn og það með því að leyfa óreyndari mönnum að spila mikið.

Undir lok þáttar fóru þeir yfir umspilið í Grill66 deild karla og þeir félagar voru vægast sagt fyrir miklum vonbrigðum með Fjölni.  En þeir voru að sama skapi virkilega ánægðir með framgöngu Harðarmanna í einvígi sínu á móti Víkingum.  Þeir félagar sjá fyrir sér að Víkingur verði með í Olísdeild karla á næstu leiktíð.

Þá völdu þá leikmenn sem koma til greina sem BK leikmaður 21.umferðar í Olísdeild karla. Þeir sem tilnefndir eru að þessu sinni eru: Andri Már Rúnarsson (Fram), Guðmundur Bragi Ástþórsson (Haukum), Einar Sindrason (FH), Adam Thorstensen (Stjörnunni), Þorgils Jón Svölu Baldursson (Val) og Fannar Friðgeirsson (ÍBV)

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Handboltinn okkarBy Handboltinn okkar