Erla Hjördís Gunnarsdóttir og Vilmundur Hansen fletta nýjasta tölublaði Bændablaðsins og ræða efnistök þess. Á góma bera skordýraeitur í innfluttu grænmeti, lógun minnka vegna Covid-19, rófuræktun í Árborg, frostþurrkað skyr, makríll, sviðsmyndagreining í ferðaþjónustu, riðuveiki, Crispr-jarðarber, nýsköpun á borð við prjónareiknivél og frumuræktun á suðrænum ávöxtum, negulpipar, ársfundur Landssambands kúabænda, vélabásinn og smáauglýsingarnar sívinsælu.