Markaðir hafa brugðist illa við blaðamannafundi Jerome Powell, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, sem haldinn var á miðvikudaginn eftir að hann hafði tilkynnt að stýrivextir yrðu óbreyttir í 4,25-4,5%. Powell treysti sér ekki til að vera bjartsýnn um vaxtalækkun í september og um leið tóku markaðir að lækka. Þrátt fyrir það eru þeir félagar, Björn og Kjartan, sammála um að mikið tilefni sé til bjartsýni vegna tilkynningar frá bandaríska verðbréfaeftirlitinu, SEC, um "Project Crypto". Í þessum þætti ræða þeir þessa hluti fram og til baka og greina frá því hverju þeir reikna með í framhaldinu.