Segja má að lítið hafi dregið til tíðinda á rafmyntamörkuðum í síðustu viku. Markaðurinn leit út fyrir að vera að undirbúa sig fyrir frekari hækkanir eftir góða byrjun, en virðist aðeins vera að missa flugið. Í þessum þætti kryfja þeir félagar, Björn og Kjartan, helstu orsakavalda, þar með talið áframhaldandi áhyggjur af tollum Bandaríkjanna, ásamt því að fara yfir helstu fréttir.