Bein útsending frá fundi Stjórnarskrárfélagsins í Iðnó frá klukkan 20.00 á Rás 2 miðvikudagskvöldið 30. maí gerði það að verkum að útvarpsþátturinn Hlustið og þér munið heyra var í styttri kantinum að þessu sinni.
Í þáttinum þetta kvöld var boðið upp á lög sem hafa komið við sögu í sjónvarpsþáttaröðinni Hljómskálanum á RUV, í tilefni af því að laugardaginn 2. júní héldu Hljómskálinn stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu.
Klukkan átta var svo skipt yfir til Heiðars Arnar Sigurfinnssonar sem tór við í beinni útsendingu frá Iðnó, þar sem spurt var: Hvert er mat forsetaframbjóðenda á hlutverki og stöðu forseta Íslands, verði ný stjórnarskrá að veruleika?
Hljómskálalagalisti kvöldsins:
Ásgeir Trausti Einarsson - Sumargestur
Sigurður Guðmundsson & Sigtryggur Baldursson - Berlín
Elín Ey - Ekkert mál
Valdimar & Magnús Eiríksson - Apinn í búrinu
Valdimar Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson - Ameríka
Megas - Hafnarfjörður
Of Monsters & Men og Snorri Helgason - Öll þessi ást
Magnús Þór og Jónas Sigurðsson - Ef ég gæti hugsana minna
SSSól og John Grant - Finish On Top
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson