Share Hringferðin
Share to email
Share to Facebook
Share to X
By Ritstjórn Morgunblaðsins
The podcast currently has 54 episodes available.
Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands er síðasti, en alls ekki sísti, gestur Hringferðar Morgunblaðsins sem farið var í af tilefni af 110 ára afmæli blaðsins. Morgunblaðið fagnar 111 ára afmæli í dag. Andrés Magnússon og Marta María Winkel Jónasdóttir settust niður með Guðna á Hótel Holti við Bergstaðastræti í Reykjavík.
Ferðaþjónusta hefur tekið við af mjólkurframleiðslu á stórbýlinu Ásbrandsstöðum í Vopnafirði. Þar er minningu hinna mögnuðu landpósta einnig gert hátt undir höfði.
Það er líf og fjör í atvinnulífinu á Fáskrúðsfirði. Þar skipta umsvif Loðnuvinnslunnar mestu en fyrirtækið er í eigu kaupfélagsins, sem aftur er sameign stórs hluta bæjarbúa. Mogginn tók hús á tveimur meðlimum kaupfélagsins. Þau standa vaktina á vettvangi þess, en koma úr ólíkum áttum.
Magnaðar tilviljanir valda því að Húsavík hefur komist á heimskortið. Þar spila Netflix og Eurovision mikla rullu. Ferðaþjónustan er á góðri siglingu í bænum og þar er í fararbroddi hvalaskoðun sem vaxið hefur mikið á síðustu árum.
Hringferðin kíkti í heimsókn í Skógarböðin
Hótel Akureyri vex nú hröðum skrefum og nýtt anddyri þess er eins og sena frá New York árið 1928. Mæðginin Daníel Smárason og Þuríður Þórðardóttir ráða ríkjum í þessum heimi sem tekur hlýlega á móti ferðamönnum sem drífur að úr öllum áttum. Þau hafa mikla trú á ferðaþjónustunni í Eyjafirði.
Lúxushótelið að Deplum í Fljótum í Skagafirði hefur verið á margra vörum síðustu árin enda starfsemin orðlögð fyrir mikinn lúxus. Þangað hafa hins vegar ekki margir komið, enda ekki á allra færi að greiða fyrir herlegheit af þessu tagi. Moggamenn litu við og ræddu við Hauk Sigmarsson sem ræður ríkjum á Deplum.
Hjónin Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Helgi Ríkharðsson hafa, ásamt fjórum börnum sínum, byggt upp myndarlegt bú á Brúnastöðum í Fljótunum. Þar er þó ekki bara um hefðbundinn sveitarbæ að ræða og verkefnin eru fjölbreytt.
Á horni Hverfisgötu og Klapparstígs er fornbókabúðin Bókin, 60 ára gömul menningarmiðstöð í hjarta Reykjavíkur. Þar er sagan í hverjum krók og kima, en Ari Gísli Bragason bóksali hefur ófáar sögur að segja af öllu því menníngarástandi.
Friðrik Pálsson hefur rekið Hótel Rangá í rúma tvo áratugi. Í viðtali við hlaðvarp hringferðar Morgunblaðsins fjallar hann meðal annars um þau atriði sem helst ber að huga að við rekstur á hóteli í umhverfi sem oft á tíðum er krefjandi.
The podcast currently has 54 episodes available.