Lestin

Innviðir illskunnar, Hvalasöngur, dansarinn Luis

02.20.2024 - By RÚVPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Hvers vegna er þetta orð 'innviðir' út um allt núna? Hvers vegna eru vinstrimenn farnir að tala eins og hægrimenn í útlendingamálum? Við rýnum í orð Kristrúnar Frostadóttur með Eiríki Bergmann.

Anahita Babaei komst í fréttir á síðasta ári þegar hún dvaldi í þrjátíu klukkustundir í mastri hvalveiðiskips í mótmælaskini. Hún tilheyrir samtökunum Hvalavinir en þau, auk Ungra Umhverfissinna, standa fyrir viðburðinum Hvalasöngur í Tjarnarbíói á laugardaginn kemur.

Erna Kanema Mashinkila hefur upp á síðkastið flutt pistla og viðtöl sem tengjast birtingarmyndum litaðra íslendinga á leiksviðum og víðar. Að þessu sinni, í þriðja þætti af Sjáumst og heyrumst, ræðir hún við dansarann Luis Lucas.

Olga Guðrún Árnadóttir, Ólafur Haukur Símonarson - Það er munur að vera hvalur

Mac DeMarco - Change The World (Eric Clapton Cover)

Alex G - Whale

Cocteau Twins - Whales Tails

Jessica Pratt - Life Is

More episodes from Lestin