Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Hörpu föstudaginn 20. febrúar og í tilefni af því var farið yfir sögu verðlaunanna í tali og tónum frá 1993 til 2014 á Rás 2 sunnudaginn 22. febrúar kl. 16.05.
Boðið var upp á tóndæmi, viðtöl og ræður frá vinningshöfum á borð við Todmobile, Björk, Unun, Jet Black Joe, Önnu Halldórs, Maus, Skítamóral, Ensími, Sigur rós, Selmu Björns, XXX Rottweilerhundum, Skúla Sverrissyni, Ske, Írafári, Tómasi R. Einarssyni, Mínus, Sálinni hans Jóns míns, Ragnheiði Gröndal, Jagúar, Hjálmum, Mugison, Bubba Morthens, Emilíönu Torrini, Jeff Who, Baggalút, Páli Óskari, Sprengjuhöllinni, Hjaltalín, Diktu, Jónasi Sigurðssyni og Ritvélar framtíðarinnar, Ásgeiri Trausta, Of Monsters & Men, Retro Stefson, Mammút, John Grant, Kaleo, Júníusi Meyvant og Mono Town.