Hlustið og þér munið heyra
29. febrúar 2012
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson
Í þættinum Hlustið og þér munið heyra á Rás 2 miðvikudagskvöldið 29. febrúar var fylgst með afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna í Hörpu.
Mugison var maður kvöldsins eins og við var að búast, hann hlaut hvorki fleiri né færri en fimm verðlaun. Fyrir lag ársins, Stingum af, plötu ársins, Haglél, sem laga- og textahöfundur ársins og Mugison var einnig valinn vinsælasti flytjandinn. Þá var Björk Guðmundsdóttir valin Tónlistarflytjandi ársins í popp, rokk, jazz og blús flokki og hún fékk einnig viðurkenningu fyrir tónlistarviðburð ársins, Biophiliu-tónleikana í Hörpu. Of Monsters & Men fengu útefninguna Bjartasta vonin, Daníel Ágúst var valinn söngvari ársins og Andrea Gylfadóttir söngkona ársins.
Verðlaun fyrir besta plötuumslagið hlaut Bobby Breiðholt fyrir Hjálmaplötuna Óra og verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið hlaut Ingibjörg Birgisdóttir fyrir myndband við lagið Smashed Birds með Sóleyju Stefánsdóttur. Þá var Megas heiðraður fyrir vel unnin störf í tónlistarbransanum undanfarna áratugi.
Vínylplata kvöldsins var Achtung Baby með U2, Bob Mould skoraði þrennu, koverlagið var A Day In The Life, danska lagið var á sínum stað og líka færeyska lagið og góður slatti af nýrri tónlist fylgdi frítt með.
Lagalisti kvöldsins:
Dikta - Breaking The Waves
The Chieftains feat. The Decemberists - When The Ship Comes In
Bon Iver - Skinny Love
Daughter ? Home
Silki - Vetrarsöngur
Agnar Eldberg-A Day In The Life/Julia (Koverlagið)
U2 ? Who?s Gonna Ride Your Wild Horses (Vínylplatan)
Gotye & Kimbra feat. Police - Losing Somebody I Used To Know
The Police - Can?t Stand Losing You
Django Django - Storm
Dig og mig ? Skyggerne (Danska lagið)
Högni Reistrup - Hvör segdi hetta var endin?
Jonathan Wilson - Desert Raven
Hallgrímur Oddsson - Glitský
Megas - Björg
Sóley - Smashed Birds
Sinead O'Connor - Very Far From Home
Buika ? El Ultimo Trago (Tónlist frá fjarlægum heimshluta)
Haukur Heiðar & Sinfó - A Day In The Life (Koverlagið)
Tónleikar kvöldsins - Iceland Airwaves 2011, Gaukur á Stöng:
Eldar - Sólskin
Eldar - Ófæri vegur
Eldar - Þú og ég og okkar fjarlæga nálægð
Eldar - Saga
Eldar - Bráðum burt
Eldar - Dropi í hafi
Mugison - Stingum af (Live)
Mugison - Gúanóstelpan
Of Monsters & Men og Snorri Helgason - Öll þessi ást
U2 ? Until The End Of The World
Þrennan:
Husker Du ? Don?t Wanna Know If You Are Lonely
Sugar ? A Good Idea
Bob Mould ? See A Little Light
Björk - Cosmogony