Lag Ingibjargar Þorbergs um páskaeggið fékk að hljóma fjórum sinnum í þessum 3ja tíma þætti sem þótti viðeigandi í tilefni dagsins! Fyrsti klukkutíminn var tileinkaður tónlist Gunnars Þórðarsonar en heimildaþættir um feril hans eru á dagskrá RUV. Svo fékk Þórir Baldursson viðeigandi afmæliskveðju auk þess sem hellingur af skemmtilegri tónlist fékk að óma, ekki síst íslensk.