Í dag er sumardagurinn fyrsti og við bjóðum sumarið velkomið með æsispennandi þrautum sem vinirnir Freyja og Árni Gauti ætla að spreyta sig á með sitthvort foreldrið sér við hlið. Uppáhalds hljóð liða dagsins eru annars vegar jarmið í lömbum og hins vegar malið í köttum. Því varð úr að Jarmið mætir Malköttunum. Virkjum eyrun, setjum okkur í viðbragðsstöðu og....hlusta!
Keppendur
Árni Gauti Gústafsson (Jarmið)
Lovísa Árnadóttir (Jarmið)
Freyja Sveinbjörnsdóttir (Malkettirnir)
Sveinbjörn Bjarki Jónsson (Malkettirnir)
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Leikarar, dinnerpíanistar og sturtusöngvarar: Ingvar Alfreðsson, Rúnar Freyr Gíslason, Hera Ólafsdóttir, Jóhannes Ólafsson og Karl Pálsson
Hljóðvinnsla: Jón Þór Helgason og Marteinn Marteinsson