Eddie Kramer er nafn sem allir KISS aðdáendur þekkja, og reyndar mun fleiri til enda á hann alveg ótrúlegan feril að baki. Burt séð frá störfum hans með Led Zeppelin, The Beatles, Jimi Hendrix og þeirri staðreynd að hann var sá sem hljóðritaði Woodstock hátíðina árið 1969 þá gerði þessi maður meira en margur fyrir okkar menn í KISS. Hann tók upp fyrstu demoin í Electric Lady Studios, hann tók upp ALIVE!, ALIVE II, ALIVE III, Rock And Roll Over og Love Gun með okkar mönnum og fleiru til með Ace (s.s Ace solo album 1978). Hér er Eddie "Fokking" Kramer í einkaviðtali við KISS ARMY ICELAND PODCAST. Ótrúlega skemmtilegt viðtal við þennan áhrifamann af blaðsíðu eitt í rokksögu heimsins. Það snerti okkur afar djúpt að fá að tala við þennan mæta og merka mann, njótið vel.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.