Share Kvöldkaffi
Share to email
Share to Facebook
Share to X
Slúður og gróusögur hafa oft fengið að lifa góðu lífi manna á milli á Íslandi. Gréta Bergrún Jóhanesdóttir er doktorsnemi í félagsfræði við Háskolann á Akureyri og hún gerði rannsókn á slúðri og tengingu þess við dreifbýlið.
Arkitektinn Hjörleifur Stefánsson kemur í Kvöldkaffi til Rakelar. Hann hefur fengið það mikilvæga verkefni að teikna nýju kirkjuna í Grímsey sem brann til grunna í september á síðasta ári.
Við fáum þá aftur til okkar Arnþór og Jónas Þór því við viljum alls ekki detta úr jólastuði þó kominn sé þriðji í jólum.
Skemmtikraftarnir og tónlistarmennirnir Jónas Þór Viðarsson og Arnþór Þórsteinsson koma frá Húsavík í Kvöldkaffi. Þeir taka með sér gítarinn og jólaskapið í þennan síðasta þátt fyrir jól.
Hvað er hægt að gera til þess að taka tillit til umhverfisins fyrir jólahátíðina? Þessi hátíð sem virðist í dag stundum tengjast meira neyslu og veislu heldur en ljóss og friðar. Rakel býður Kristínu Helgu Schiöth hjá Umhverfisstofnun í kaffi.
Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason mætir í kvöldkaffi og segir Rakel frá starfinu og því sem fylgir. Hann er drifinn áfram af miklum söguáhuga og finnst skemmtilegast af öllu að flakka um landið og spjalla við fólk fyrir Kiljuna. Í seinni tíð hefur áhuginn á því að fjalla um stjórnmál dvínað hægt og rólega og einnig opnar Egill sig um óöryggi, kvíða og þunglyndi sem fylgja honum og banka stundum upp á.
Kynnumst Árna Árnasyni, þáttarstjórnanda á N4, ennþá betur. Hann sér um þættina 'Húsin í bænum' á fimmtudögum sem hafa slegið í gegn, þar sem Árni fjallar um hús og skipulagsmál á heiðarlegan og skemmtilegan hátt.
Má dekra við sjálfan sig? Er það kannski eitt af því mikilvægasta sem fólk þarf að leyfa sér? Dísa Óskars og Brynja Birgis hjá 'Dekur alla daga' eru svo sannarlega talskonur þess að gera vel við sig. Umhverfisvernd og náttúruleg heilsa er þeim ofarlega í huga og við skoðum heimagerðar snyrtivörur sem þær stöllur hafa þróað. Umsjón: Rakel Hinriks
Ósk Sigurðardóttir segir frá listasýningunni sinni ‘Konan og drekinn’. Markmið sýningarinnar er að vekja fólk til umhugsunar um hinn mikla fjársjóð sem býr í hverju og einu okkar.
Gestur Rakelar í Kvöldkaffi þessa vikuna er flestum kunnur. Leikarinn, grínistinn, rithöfundurinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr mætir galvaskur í stúdíóið. Hann ætlar að stíga á fjalirnar með Leikfélagi Akureyrar í vetur sem Skugga-Sveinn.
The podcast currently has 14 episodes available.