Lagastoð er hlaðvarp þar sem fjallað erum lögfræði og lögfræðitengd málefni á mannamáli.
Þarf eftirlifandi maki að fá samþykki annarra erfingja til setu í óskiptu búi? Má eftirlifandi maki sem situr í óskiptu búi selja eignir, skuldsetja sig, kaupa aðra eign o.s.frv.? Ef eftirlifandi maki er sambúðarmaki, getur hann fengið leyfi til setu í óskiptu búi? Þarf eftirlifandi sambúðarmaki að gera upp dánarbúið eftir andlát skammlífari sambúðarmaka? Þetta eru allt spurningar sem verður svarað í fyrsta podcast þættir Lagastoðar. Í þættinum situr Elva Ósk S. Wiium lögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar Lagastoðar fyrir svörum. Elva Ósk og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, lögmaður og einn af eigendum Lagastoðar ræða einnig um þær reglur sem gilda um arfsrétt þegar um stjúpfjölskyldur er að ræða. Ýmsum spurningum er velt upp. Hvenær er nauðsynlegt að gera erfðaskrá? Hvað má setja í erfðaskrá? Má kvaðabinda arf? Farið verður yfir þær reglur sem gilda erfðaskrár, form og efni þeirra. Einnig verður farið yfir allar þær reglur sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar um stjúpfjölskyldur er að ræða. Elva Ósk mun fara yfir raunveruleg dæmi til skýringar og einnig verður farið yfir nýfallinn dóm Hæstaréttar um erfðaskrá.
Þátturinn er í boði:
https://lagastod.is/