Keppendur dagsins í dag eru Sindri og Ylfa og Anna Lísa og Eydís Anna. Hvorugt liðið vill meina að þau séu með mikið keppnisskap en við skulum bara sjá til hvernig það fer. Við heyrum ýmis skemmtileg brot úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, sturtusöngvarinn syngur fyrir okkur vel valin lög, við heyrum orð borin fram aftur á bak, reynum að greina hvaða hljóðfæri er verið að spila á svo eitthvað sé nefnt.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Hugmynd og höfundur leiksins: Sindri Bergmann
Leikarar: Hera Ólafsdóttir, Karl Pálsson og Rúnar Freyr Gíslason
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson
Keppendur:
Eydís Anna Hannesdóttir (Laufblöðin)
Anna Lísa Pétursdóttir (Laufblöðin)
Ylfa Björk Sindradóttir (Hófarnir)
Sindri Páll Sigurðsson (Hófarnir)