Hvernig getum við haft áhrif á okkar andlegu vanlíðan með beinum hætti? Margir eru eflaust ráðalausir við eigin vanlíðan en með því að breyta þankagangi okkar getum við haft bein áhrif á líðan okkar. Helga Arnardóttir ráðgjafi um andlega heilsu hefur starfað fyrir fjölmörg félagasamtök á borð við Geðrækt, Grettistak og Bataskólann svo eitthvað sé nefnt og haldið fjölda fyrirlestra um þetta málefni. Hún er með MSc í félags- og heilsusálfræði og próf í jákvæðri sálfræði. Hún fullyrðir að við getum haft djúpstæð áhrif á okkar andlegu heilsu eins og við hlúum að líkama okkar, hreyfum okkur, nærumst vel og fáum góðan svefn. Hún ræðir við Helgu Arnardóttur alnöfnu sína og umsjónarmann hlaðvarpsins Lifum lengur um hvernig við getum brugðist við eigin vanlíðan með ýmstum leiðum, horfst í augu við hana og líka snúið henni við með því að hlúa að þáttum sem skipta okkur máli en við vanmetum svo oft.
Eldum rétt styður gerð hlaðvarpsins Lifum lengur.
Hægt er að panta matarpakka á www.eldumrett.is
Netfang: [email protected]
Afgreiðsla: Nýbýlavegur 16, 200 Kópavogur
Sími: 571-1855