Í dag mætast vinkonurnar Matthildur og Sandra. Uppáhalds dýrið hennar Söndru er ljón og því heitir liðið hennar ljónaöskur en liðsfélaginn, pabbinn Þórður er meira fyrir hljóðið í kaffivélinni. Mæðgurnar Matthildur og Harpa eiga sér líka uppáhalds hljóð sem er skylt ljónaöskrinu, en öllu mýkra - kisumjálm. Þá er spurningin, hvort verður rekið upp siguröskur ljónsins eða ánægjumjálm að leikslokum?
Keppendur:
Matthildur Haraldsdóttir (Mjálmararnir)
Harpa Þorvaldsdóttir (Mjálmararnir)
Sandra Þórðardóttir (Ljónaöskur)
Þórður Snær Júlíusson (Ljónaöskur)
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Leikarar: Gunnar Hansson, Helga Margrét Höskuldsdóttir og Karl Pálsson
Hljóðvinnsla: Marteinn Marteinsson