Handboltinn okkar

Lokaþáttur tímabilsins - Spáð í spilin fyrir næstu leiktíð


Listen Later

Hlaðvarpsþátturinn Handboltinn okkar var á ferðinni í dag þegar tríóið Jói Lange, Gestur og Arnar settust í stúdíoið sitt og tóku upp 74 þátt tímabilsins en þetta er jafnframt lokaþátturinn fyrir sumarfrí.

Í þætti dagsins fóru þeir aðeins yfir handboltatímabilið sem er nýlokið og ræddu  meðal annars um lokahóf HSÍ sem var haldið á dögunum. Þá fóru þeir aðeins yfir næsta tímabil þar sem þeir veltu fyrir breytingum sem eru fyrirhugaðar hjá nokkrum liðum.

Að lokum vildu þeir félagar koma á framfæri þakklæti til Halla á BK Kjúkling fyrir stuðninginn í vetur og hvöttu handboltafólk að kíkja á BK og fá sér að snæða hjá Halla.  Þá þökkuðu þeir þeim Andra Má Eggertssyni og Atla Rúnari Steinþórssyni fyrir þeirra framlag í þættinum fyrir áramót en þeir þurftu að yfirgefa skútuna vegna anna í vinnu.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Handboltinn okkarBy Handboltinn okkar