Fjallað um árin 1930 til 1937 þegar Lonnie Johnson tók upp síðustu lög fyrir Okeh útgáfuna og starfaði t.d. með söngkonunni Clöru Smith sem var kölluð Queen of the Moaners. Síðustu lögin sem hann tók upp fyrir Okeh eru leikin. Sagt frá tímanum í Cleveland í Ohio áður en hann flutti til Chicago 1937 og snéri sér aftur að tónlistinni.