Hlaðvarp Myntkaupa

Mesta hrun í sögu rafmyntamarkaðarins - Er bjarnarmarkaður skollinn á?


Listen Later

Á föstudagskvöldið 10. október síðastliðinn, í kjölfar þess að Donald Trump tilkynnti á Truth Social að vænta mætti 100% tolla á Kína, átti sér stað einhver svakalegasti atburður í sögu rafmyntamarkaðarins. Bitcoin stóð af sér storminn ágætlega og hélt velli yfir 100.000$ genginu og að einhverju leyti má segja það sama um Ethereum og Solana, þótt gengi þeirra mynta hafi lækkað talsvert meira. Aftur á móti lækkuðu aðrar rafmyntir en framangreindar með svo svakalegum hætti að eina orðið sem nær utan um það er algjört hrun, a.m.k. tímabundið, en þær lækkuðu flestar á bilinu 60-80% þegar sem mest lét. Í þessum þætti er gott sem eingöngu fjallað um þennan atburð, hvað nákvæmlega gerðist og af hverju það gerðist og því næst leitast við að svara spurningunni: Er bjarnarmarkaður skollinn á?

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Hlaðvarp MyntkaupaBy Myntkaup