
Sign up to save your podcasts
Or


Rauða myllan úr smiðju stílistans Baz Luhrmann hefur heillað og fælt frá margan einstaklinginn í gegnum tæpan fjórðung af öld. Sumir syngja, klappa, stappa og frussugrenja yfir rómantíkinni hjá bóhemanum Christian og gleðikonunni Satine á meðan aðrir fussa og sveia líkt og grautfúli Hertoginn sjálfur.
Sigga Clausen er aftur snúin í stúdíóið til Kjartans og Tomma til að ræða þennan einstaka og geysivinsæla “glymskrattasöngleik”. Það var hennar frumkvæði að Bíófíklar myndu gægjast í þetta partý og svipast á bakvið rauðu tjöldin.
Þá er hlustandi hvattur til að staupa í sig Absinthe-skotið og sækja klútana. Þetta er hin eina sanna Moulin Rouge!
Efnisyfirlit:
00:00 - Dómsdagur Hefnenda
07:10 - Opnunarmynd Smárabíós
16:37 - Þessi galni strúktúr…
26:08 - Eina ‘frumsamda’ lagið
34:17 - “Rauða tjalds-þríleikurinn”
41:06 - Hvað vilja allir?
51:03 - Hatur á söngleikjum
57:26 - ‘Pan og scan’ hugleiðingar
01:10:38 - Einelti í Hollywood
By Bíófíklar HlaðvarpRauða myllan úr smiðju stílistans Baz Luhrmann hefur heillað og fælt frá margan einstaklinginn í gegnum tæpan fjórðung af öld. Sumir syngja, klappa, stappa og frussugrenja yfir rómantíkinni hjá bóhemanum Christian og gleðikonunni Satine á meðan aðrir fussa og sveia líkt og grautfúli Hertoginn sjálfur.
Sigga Clausen er aftur snúin í stúdíóið til Kjartans og Tomma til að ræða þennan einstaka og geysivinsæla “glymskrattasöngleik”. Það var hennar frumkvæði að Bíófíklar myndu gægjast í þetta partý og svipast á bakvið rauðu tjöldin.
Þá er hlustandi hvattur til að staupa í sig Absinthe-skotið og sækja klútana. Þetta er hin eina sanna Moulin Rouge!
Efnisyfirlit:
00:00 - Dómsdagur Hefnenda
07:10 - Opnunarmynd Smárabíós
16:37 - Þessi galni strúktúr…
26:08 - Eina ‘frumsamda’ lagið
34:17 - “Rauða tjalds-þríleikurinn”
41:06 - Hvað vilja allir?
51:03 - Hatur á söngleikjum
57:26 - ‘Pan og scan’ hugleiðingar
01:10:38 - Einelti í Hollywood