Návígi

NÁVÍGI (S02/E01) Akranes


Listen Later

Nýtt hlaðvarp á gömlum grunni! Kominn er í loftið nýr og brakandi ferskur þáttur af Návígi- vel virtu hlaðvarpi sem fyrst leit dagsins ljós árið 2018.

Umsjónarmaður, sem fyrr, er Gunnlaugur Jónsson en í þessari seríu er honum til halds og trausts, Hjörtur Hjartarson.

Sú sería sem er á leið á öldur ljósvakans er einskonar hliðarverkefni frá sjónvarpsþáttaseríunni, A&B sem nýverið var sýnd á Stöð 2 og sló heldur betur í gegn. Í það minnsta var það upphaflega konseptið. Það stækkaði hinsvegar og fór í margar óvæntar áttir. Meira um það síðar. Fyrsti þátturinn heitir Akranes.

Þar er farið um víðan völl og saga ÍA, Akraness, tvíburanna og meðreiðarsveina rifjuð upp. Við heyrum í fjölmörgum kempum sem færa okkur 20, 30 og jafnvel 40 ár aftur í tímann. 

N1 - ASKJA - LANDSBANKINN - IKEA

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

NávígiBy navigi