Hlustið og þér munið heyra

Nick Cave & The Bad Seeds í beinni frá Berlín


Listen Later

Útgáfutónleikum áströlsku hljómsveitarinnar Nick Cave & The Bad Seeds í Berlín í Þýskalandi var útvarpað í beinni útsendingu á Rás 2 í útvarpsþættinum Hlustið og þér munið heyra.
Tónleikarnir voru liður í stuttri útgáfutónleikaröð hljómsveitarinnar áður en 15. hljóðversplatan, Push the sky away, kemur út þann 19. febrúar n.k. en það eru fimm ár síðan síðasta plata Nick Cave & Bad Seeds; Dig Lazarus Dig, kom út.
Fyrstu tónleikarnir í röðnni voru í leikhúsi hennar hátignar, Her Majesty's Theatre í London s.l. sunnudag. Þar flutti hljómsveitin plötuna í heild sinni, auk nokkurra eldri laga, ásamt strengjasveit og kór. Stutt heimildarmynd um gerð plötunnar var líka sýnd við sama tækifæri. Nick Cave og félagar endurtóku svo leikinn í Trianon í París á mánudagskvöld og í kvöld gerðu þeir slíkt hið sama í Admiralspalast, leikhúsinu sem Helgi Björns stýrði um tíma í Berlín, og þeir tónleikar voru sendir út beint á Rás 2.
Það var Radio eins í Berlín sem sendi tónleikana út í gegnum EBU netið í samvinnu við Eurosonic. Hljómsveitin Nick Cave & The Bad Seeds fylgir svo plötunni eftir með tónleikaferð um heiminn. Það er þegar búið að staðfesta tónleika í Bandaríkjunum, Mexíkó, Evrópu og Ástralíu og talið líklegt að komið verði við á Coachella hátíðinni í Kaliforníu í apríl.
Lagalistinn:
Tónleikar kvöldsins í beinni útsendingu frá Berlín:
Nick Cave & The Bad Seeds:
WE NO WHO U R
WIDE LOVELY EYES
WATER'S EDGE
JUBILEE STREET
MERMAIDS
WE REAL COOL
FINISHING JUBILEE STREET
HIGGS BOSON BLUES
PUSH THE SKY AWAY
FROM HER TO ETERNITY
OH CHILDREN
THE SHIP SONG
Johnny Cash - Mercy seat (Koverlag kvöldsins)
Steve Mason, Emiliana Torrini & Toy - I Go Out
The Stooges - Search & Destroy (Vínylplata vikunnar)
Eels - On The Ropes
Ólöf Arnalds - Numbers & Names
Áratugafimman:
Led Zeppelin ? Heartbreaker (1969)
Deep Purple ? Strange Kind Of Woman (1971)
Pixies ? Gigantic (1988)
Pearl Jam ? Jeremy (1991)
Morrissey ? That?s How People Grow Up (2008)
Hudson Taylor- Battles (Veraldarvefurinn)
Palma Violets ? Best Of Friends
Sónar-þrennan:
James Blake - Retrograde
Hermigervill - Sleepwork
Ryuichi Sakamoto - Merry Christmas Mr. Lawrence
The Stooges - Gimme Danger (Vínylplata vikunnar)
Nick Cave & The Bad Seeds - The Mercy Seat (Koverlag kvöldsins)
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Hlustið og þér munið heyraBy