Útvarpsþátturinn Hlustið og þér munið heyra á Rás 2 var í styttri kantinum miðvikudagskvöldið 10. apríl vegna beinnar útsendingar frá opnum borgarafundi úr Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem eru framundan. Milli klukkan 21 og 22 hljómuðu m.a. ný lög með Worm Is Green, The National, Vampire Weekend, Elízu Newman og Cold War Kids.