Farið um hvipp og hvapp í músík og masi. Fyrsta plata Men At Work, Business As Usual, var tekin til kostanna og við kynntum fjöllistamanninum Páli Ivan frá Eiðum sem málar og músíserar í bland. Einnig komu við sögu fólk eins og Aretha Franklin, Ásta, Gus Gus og Ásgeir Trausti svo fáein dæmi séu nefnd.