Í dag er feðginaslagur í Hljómboxinu. Þær Saga og Þórhalla eru mættar til leiks með feðrum sínum en heima hjá þeim heyrist bæði í sturtusöngvurum og einn og einn pabbabrandari. Þá er spurning hvort það komi að góðum notum í hlustunarkeppni dagsins. Sperrið eyrun, tilbúin, viðbúin...hlusta!
Keppendur
Saga Garðarsdóttir (Pjakkarnir)
Garðar Eyjólfsson (Pjakkarnir)
Þórhalla Guðný Daníelsdóttir (Skrjáfið)
Daníel Helgason (Skrjáfið)
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Leikarar og sturtusöngvarar: Rúnar Freyr Gíslason, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Karl Pálsson
Hljóðvinnsla: Georg Magnússon