Það verður að viðurkennast að þetta Liverpool lið er eitt af þeim undarlegri í boltanum. Þeir vinna stóru leikina en tapa illa í næsta leik á eftir gegn botnliðunum. Hróa Hattar hlutverkið er ennþá tekið full alvarlega og var heldur betur sýning á því ágæta verki þegar WBA kom í heimsókn. Ekki einu sinni videodómgæsla […]