Í sérstökum aukaþætti Popppunkts á Rás 2 árið 2015 voru gestir lið poppfræðinga götunnar, eða Nördum og lið atvinnumanna af Rás 2. Þar mættust stálin stinn í óvenju erfiðum Popppunkti.
Staðan í sérstökum sumar-Popppunkti á Rás 2 er nú þannig að eftir undanúrslitaleiki eru eftir tvö lið sem keppa til úrslita á laugardaginn eftir viku. Þetta eru liðin ÍSTÓN (Íslensku tónlistarverðlaunin, Eiður Arnarsson og María Rut Reynisdóttir) og BÍL (Bandalag íslenskra listamanna, Kolbrún Halldórsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason). Ekki missa af æsispennandi úrslitaleik sem verður um Verslunarmannahelgina.
Nördaþáttur
Til að brjóta þetta upp var sérstakur „nördaþáttur“ á laugardaginn í klassískum Popppunktsanda. Þar kepptu „Nördar af Rás 2? (Andri Freyr og Hulda Geirs) við „Nörda af götunni“ (Frosti Jón Runólfsson og Anna Lea Friðriksdóttir). Þátturinn var aðeins lengri en aðrir þættir í þessari seríu og keppendur voru lengi af stað en svo varð þátturinn æsispennandi og stórskemmtilegur.
Bjarni töframaður átti skemmtilega innkomu
Bjarni töframaður sá um einn liðinn í keppninni en þar spilaði hann rangan texta við rangt lag og þurftu keppendur bæði að nefna lagið og textann.
Umsjónarmenn Popppunkts eru þeir Dr. Gunni og Felix Bergsson. Stjórn upptöku var í höndum Ragnars Gunnarssonar.