Séra Vigfús Þór Árnason og Ágúst Gíslason, Gústi Guðsmaður. Umsjón: Margrét Blöndal Stefnumót þáttarins er við tvo Guðsmenn, Sr. Vigfús Þór og Gústa Guðsmann. Leiðir þeirra lágu saman á Siglufirði þar sem báðir boðuðu kristni. Annar eftir nám í Guðfræði hinn eftir samtal við Guð á Akureyri. Gústi gerði út bát í samvinnu við Guð og allir hans peningar runnu til kristniboðs. Hann studdi ótal mörg börn til náms og segja má að börn heimsins hafi verið hans börn. Gústi leggur sitt til málanna í þættinum með hjálp upptöku af viðtali sem Karl Eskil Pálsson tók við hann.