Hljómsveitin Sigur Rós fagnar 20 ára afmæli í ár og af því tilefni fara umsjónarmenn heimildaþáttaraðarinnar Árið er... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum yfir feril sveitarinnar.
Auk brota úr þáttunum Árið er 1994 til 2005 verður boðið upp á ný viðtöl og tóndæmi í tveimur tveggja tíma þáttum sem eru á dagskrá Rásar 2 á sumardaginn fyrsta, 24. apríl og verkalýðsdaginn, 1. maí.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.