Slaki Babarinn

Slaki Babarinn: Slönguspilið/Rauða myllan #5 - Jón Þór Ólafsson með Erpi Eyvindarsyni


Listen Later

Fimmti hlaðvarpari Slaka Babarsins nöllar létt. Pírataþingmaðurinn Jón Þór Ólafsson hefur nýtt sér reynslu sína af slönguspileríi íslenskra stjórnmála til að hanna svæsið Þingmannaspil þar sem kafað er í fenjum Alþingis. Til að átta okkur á gangverki elsta samfellda þings heims rennum við í gegnum ýmis atriði. Vægi skítkasts og almannatengsla þegar valdamenn gubba í brók, frjálshyggjufantasíur, Samherja-hrollvekjur, frjálshygginn sósíalisma, larpið á þinginu, fullorðnun Pírata, að kjósa gegn Orkupakkanum og hvort persónukjör nýju Stjórnarskrárinnar komi í veg fyrir að við fáum alltaf lélegu molana í Quality Street dollunni. Teningunum er kastað!

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Slaki BabarinnBy Slaki Babarinn