Þriðji þáttur hins epíska hlaðvarps Slaka Babarsins fjallar á galsaþrunginn hátt um pyntingar, trúarbragðastríð, kynþáttahatur, hörmungar, Mangó Mússólíni, þrælahald og hjól á hjólabretti. Það smellpassar í dagskrárliðinn Slönguspilið sem hverfist um sögu, trúarbrögð, heimspeki, stjórnmál og annað sem lætur okkur hljóma gáfulega. Gestur okkar að þessu sinni er blaðamaðurinn, fjörkálfurinn, sendiráðsbarnið og fyrrverandi þingmaðurinn, Gunnar Hrafn Jónsson. Hokinn af fjarlægum ferðalögum, æsandi ævintýrum á fréttastofu RÚV og hasarblendinni veru í sölum Alþingis miðlar hann til okkar af visku sinni. Gunnar segir okkur af alþjóðapólitrixum, mýtum stórvelda, Antifa, BLM, Engeyingum og Slaki Babarinn grípur síðan fram í af gömlum vana. Sérdeilis fræðandi og sturlað. Góða ferð.