
Sign up to save your podcasts
Or


47.þáttur af Handboltinn okkar kom út í kvöld þar sem að þríeykið Jói, Gestur og Arnar fóru yfir leikinn hjá íslenska kvennalandsliðinu gegn Slóveníu sem fram fór á laugardaginn. Þá ræddu þeir um það hvað það væri sem þyrfti að gera til þess að lyfta kvennahandboltanum á Íslandi á hærra plan og reyndu að kryfja það hvert vandamálið væri. Þá fóru þeir aðeins inná það að handboltahreyfingin þyrfti á því að halda að betur væri staðið að útbreiðslumálum og efla þyrftir handboltann á landinu öllu. Þeirra skoðun væri sú að það væru alltof mikið um það að félögin væru að gera eitthvað ein í sínu horni í stað þess að miðla til hvors annars með það að markmiði að búa til sterkari hreyfingu og að handboltinn yrði meira aðlaðandi fyrir nýja iðkendur. Að lokum fóru þeir yfir nýja leikjafyrirkomulagið í Olísdeild karla og allan þann sirkus sem átti sér stað í kringum þá umræðu en á sama tíma hrósuðu þeir skrifstofu HSÍ fyrir þeirra framgöngu í því máli öllu.
Þá fóru þeir yfir það hverjir urðu BK leikmenn 14. og 15. umferðar í Olísdeild karla en það urðu þeir Sigtryggur Rúnarsson (14.umferð) og Kári Kristján Kristjánsson (15.umferð)
Næsti þáttur hjá þeim félögum verður svo tekinn upp á mánudag og þá verða þeir meðal annars með Sævar Pétursson framkvæmdarstjóra KA á línunni og fara aðeins yfir kærumálið úr leik Stjörnunnar og KA/Þórs.
By Handboltinn okkar47.þáttur af Handboltinn okkar kom út í kvöld þar sem að þríeykið Jói, Gestur og Arnar fóru yfir leikinn hjá íslenska kvennalandsliðinu gegn Slóveníu sem fram fór á laugardaginn. Þá ræddu þeir um það hvað það væri sem þyrfti að gera til þess að lyfta kvennahandboltanum á Íslandi á hærra plan og reyndu að kryfja það hvert vandamálið væri. Þá fóru þeir aðeins inná það að handboltahreyfingin þyrfti á því að halda að betur væri staðið að útbreiðslumálum og efla þyrftir handboltann á landinu öllu. Þeirra skoðun væri sú að það væru alltof mikið um það að félögin væru að gera eitthvað ein í sínu horni í stað þess að miðla til hvors annars með það að markmiði að búa til sterkari hreyfingu og að handboltinn yrði meira aðlaðandi fyrir nýja iðkendur. Að lokum fóru þeir yfir nýja leikjafyrirkomulagið í Olísdeild karla og allan þann sirkus sem átti sér stað í kringum þá umræðu en á sama tíma hrósuðu þeir skrifstofu HSÍ fyrir þeirra framgöngu í því máli öllu.
Þá fóru þeir yfir það hverjir urðu BK leikmenn 14. og 15. umferðar í Olísdeild karla en það urðu þeir Sigtryggur Rúnarsson (14.umferð) og Kári Kristján Kristjánsson (15.umferð)
Næsti þáttur hjá þeim félögum verður svo tekinn upp á mánudag og þá verða þeir meðal annars með Sævar Pétursson framkvæmdarstjóra KA á línunni og fara aðeins yfir kærumálið úr leik Stjörnunnar og KA/Þórs.