Sign up to save your podcastsEmail addressPasswordRegisterOrContinue with GoogleAlready have an account? Log in here.
Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli (Hullow og Xandra) horfa á Buffy the Vampire Slayer og Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt.... more
FAQs about SLAYGÐU:How many episodes does SLAYGÐU have?The podcast currently has 380 episodes available.
May 24, 2022053 Ljómandi (The Shining)Faðir, móðir og ungur sonur þeirra flytja á hótel til að gæta þess yfir vetrartímann á meðan það er lokað. Þau komast fljótlega að því að einangrunin sem og hryllileg saga hússins veldur þeim öllum miklu hugarangri....more1h 35minPlay
May 17, 2022052 Strætóinn sem gat ekki hægt á sér (Speed)Sérsveitarmaður sem sérhæfir sig í sprengjuleitum þarf að bjarga farþegum í strætisvagni frá hræðilegum dauðdaga, en vagninn þeirra er útbúinn hraðasprengju sem virkjast um leið og hraðinn fer undir 80 km á klukkustund. Farþegarnir leggjast öll á eitt að koma sér úr þessum vanda, með dyggri aðstoð sérsveitarmanna....more1h 35minPlay
May 10, 2022051 Regnboginn (Cinema Paradiso)Lítill og lævís drengur hangir mikið í bíóhúsinu í smábænum sínum á Sikiley, þar sem sýningarstjórinn kennir honum helstu tökin í bíóhúsabransanum. Þar fæðist ást hans á kvikmyndum og eftir hörmulegt slys í húsinu fær hann vinnu sem sýningarstjóri sjálfur þrátt fyrir ungan aldur....more1h 27minPlay
May 03, 2022050 Stjörnustríð – Kafli VI: Jedúddamía (Return of the Jedi)Nú þegar Logi Geimgengill hefur lokið framhaldsnáminu sínu í Væringjafræðum ákveður hann að herja á Keisaraveldið og föður sinn í leiðinni, en hann er þar innsti koppur í búri. Þau Logi, Leia og Hans Óli þurfa þó fyrst að flýja undan illmenninunu Jabba sem ætlar sér ekki að láta þau komast upp með það....more2h 26minPlay
April 26, 2022049 Barningur í Bjarnarborg (Der Himmel über Berlin)Í samfélagi fólks svífa verndarenglar um og heyra hugsanir þeirra og óskir. Einn þeirra er þó sjálfur með þrár um að upplifa heiminn eins og manneskja og eiga í ástarsambandi, drekka kaffi og fara úr skónum undir borði og teygja úr berum táslunum....more1h 28minPlay
April 19, 2022048 Bandaríski bjáninn (American Psycho)Maður sem vinnur óræða vinnu á verðbréfamörkuðum í New York borg þráir umfram allt viðurkenningu frá vinnufélögum sínum. Hann hefur þó hættulega hneigð til þess að myrða fólk og stundar það samhliða því að reyna að ganga í augun á samstarfsmönnum sínum....more1h 15minPlay
April 12, 2022047 Vandamál og kínakál (Big Trouble in Little China)Kurt Russell leikur djúpt þenkjandi bílstjóra með sterka réttlætiskennd. Þegar ástkonu vinar hans er rænt á flugvelli smalar hann saman í lið til að hafa upp á henni. Bílstjórinn og gengið hans lúskrar á yfirnáttúrulegum bardagahetjum og kynnist dularfullum undirheimum Litlu Kína....more1h 15minPlay
April 05, 2022046 Transdans (The Rocky Horror Picture Show)Brad og Janet eru nýtrúlofuð og ástfangin upp fyrir haus. Þau eru á ferðalagi og sprengja dekk á bílnum sínum, og leita því aðstoðar í nágrenni. Þar koma þau að kastala þar sem mikil veisluhöld eru í gangi og þau sogast inn í dans og leik, en þegar dansinn dunar sem hæst sjá þau að......more1h 21minPlay
March 29, 2022045 Denni dæmalausi (Donnie Darko)Elsti sonurinn á venjulega ameríska heimilinu bjargast á undraverðan hátt frá óútskýrðu flugslysi, og hrindir af stað undarleg atburðarrás. Hann rannsakar tímaferðalög og er sannfærður um að heimsendir sé í nánd....more1h 29minPlay
March 22, 2022044 Þú ert drekinn (Enter the Dragon)Bruce Lee leikur bardagakappa sem er sendur af dularfullri bandarískri nefnd á úthafseyju til að rannsaka lát fjölda ungra kvenna. Hann kemst fljótt að því að háttsettur eigandi eyjarinnar er með eitthvað gruggugt í pokahorninu....more1h 29minPlay
FAQs about SLAYGÐU:How many episodes does SLAYGÐU have?The podcast currently has 380 episodes available.