Bíófíklar

Space Jam (1996)


Listen Later

Atli Viðar Þorsteinsson, plötusnúður með meiru og oft kenndur við nafnið Atli Kanill, er sestur við míkrafóninn að sinni og færir sterk rök fyrir menningarlegu mikilvægi stoltu “cash-grab” myndarinnar Space Jam.

Hér snýr ofurstjarnan Michael Jordan bökum saman við teiknimyndafígúrur til að bjarga dægurmálapersónum frá gráðugum braskara sem svífst einskis til að snara þær í viðbjóðslegan skemmtigarð úti í geimnum.

Tilvist og úrvinnsla myndarinnar er mikið frávik en sagan á bakvið gerð hennar og legasíu er vægast sagt umræðuverð, ef ekki stórmerkileg.
(…og með legasíu er alls ekki átt við um framhaldsmyndina, Space Jam: A New Legacy…)

Hefjum þá leik!

Efnisyfirlit:
00:00 - “Níðingsskapur á filmu”
03:10 - Af hverju Space Jam?
08:20 - Markaðsbóla í brennidepli
14:52 - Stórkostlega samantekt ChatGBT…
21:11 - Varningur í bílförmum
25:15 - Litli Jordan og R. Kelly
31:06 - Beint út í geim
33:56 - Newman, fjölskyldan og boltinn
42:00 - Gestarullur allsráðandi
44:30 - Tengslanetið, sko…
54:01 - Af hverju er Lola kynbomba?
57:41 - Skór og stuttbuxur
01:00:20 - Óvæntur gestur laumast í settið og fer
01:02:15 - Atli segir sögu
01:09:40 - Fyrstu minningar
01:14:12 - Leynidjús Jordans
01:16:36 - Þegar allt fer til fjandans
01:21:04 - Allt annar handleggur…
01:27:20 - “Jordan! Jordan!”
01:32:55 - Sexföld platinum
01:36:12 - Diss á Disney
01:38:00 - Samantekt

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

BíófíklarBy Bíófíklar Hlaðvarp