Handboltinn okkar

Spáð í spilin í bikarnum - Formaður dómaranefndar með áhyggjur af fjölda dómara - kíkt á 1.umferð í Olísdeildunum


Listen Later

Drengirnir í Hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar skelltu sér í Klaka-stúdíóið og tóku upp sinn sjött þátt á þessu tímabili en að þessu sinni var þátturinn í umsjón Jóa Lange og Gests Guðrúnarsonar.  Í þessum þætti fóru byrjuðu þeir á því að fara yfir leikina í 8-liða úrslitunum í Coca-Cola bikarkeppnum karla og kvenna ásamt því að rýna í undanúrslitaleikina sem eru framundan.

Þá fengu þeir Reynir Stefánsson formann dómaranefndar til sín í spjall þar sem þeir fengu að skyggnast aðeins inní það hvernig staðan á dómaramálum á Íslandi er. Reynir lýsti yfir áhyggjum sínum af fjölda dómarar og vonbrigðum með hversu fá félög séu að sýna metnað í því að búa til nýja dómarar. Þá sagði Reynir að það væri raunveruleg hætta á því að það styttist í það að það þyrfti að fresta leik sökum þess að ekki næðist að manna dómara.  Reynir sagði svo frá skemmtilegri nýjung í vetur þar sem eftirlitsmenn munu geta nýtt sér tækni Sideline forritsins í því að klippa atvik jafn óðum og leik stendur til þess að fara yfir með dómurum strax að leik loknum.  Þetta myndi ger vinnu dómarar og eftirlitsmanna mun faglegri.

Í lok þáttar fóru þeir félagar yfir 1.umferðirnar í Olísdeild karla og kvenna og spáðu í spilin fyrir komandi leiki þar.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Handboltinn okkarBy Handboltinn okkar