Handboltinn okkar

Staðan á markmannsmálum á Íslandi -Flótti frá Kaplakrika - aðrar slúðurfréttir


Listen Later

46.þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í kvöld þar sem að þríeykið Jói Lange, Gestur Guðrúnarson og Arnar Gunnarsson fóru yfir málin frá ýmsum hliðum. Meðal mála sem sem þeir fóru yfir var staða markmanns í íslenskum handbolta og hvað það er sem veldur því íslenskur handbolti eigi ekki fleiri frambærilega markmenn hvort sem það er í karla eða kvennaflokki. Eitt af því sem þeir félagar myndu vilja sjá er að HSÍ myndi fara í það að efla þjálfaramenntun markmannsþjálfara líkt og hefur verið gert með þjálfaramenntun almennt í handboltanum.  Annað hitamál sem þeir ræddu var fjöldi liða í úrvalsdeild karla þar sem þeir Gestur og Arnar hafa mikla skoðun á því máli og hreinlega finnst ekkert vit í því að vera með 12 liða úrvalsdeild og myndu vilja sjá fækkun niður í 8 lið. Að lokum fóru þeir yfir slúður og staðfestar fréttir. Þar fór mest fyrir umræðu um flóttann mikla frá FH sem þeir telja vera eitthvað sem forráðarmenn félagsins hljóti að hafa miklar áhyggjur af.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Handboltinn okkarBy Handboltinn okkar