Í dag mætast góðir vinir sem eru saman í skóla og spila saman badminton. Það eru þeir Svanur og Kjartan Ragnar sem keppa með feðrum sínum á móti hvor öðrum í Hljómboxinu. Við heyrum ýmis skemmtileg brot úr kvikmyndum, sturtusöngvarinn syngur fyrir okkur vel valin lög, dinnerpíanistinn leikur listir sínar, við heyrum orð borin fram aftur á bak og fleira.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Hugmynd og höfundur leiksins: Sindri Bergmann
Leikarar: Gunnar Hansson, Helga Margrét Höskuldsdóttir og Karl Pálsson
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson
Keppendur:
Kjartan Ragnar Kjartansson (Stebbasveit)
Kjartan Kjartansson (Stebbasveit)
Svanur Áskell Ólafíu Ólafsson (Þrýstiloftshreyflarnir)
Ólafur Jónsson (Þrýstiloftshreyflarnir)